Á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember, fögnum við málinu okkar með því að velja okkar uppáhaldsorð. Veldu þitt orð – hvort sem það er fallegt, fyndið, gamalt eða nýtt – og segðu okkur af hverju það skiptir þig máli.

Deildu myndbandi með orðinu þínu á Instagram eða Facebook með myllumerkinu #mittorð #daguríslenskrartungu, taggaðu Mími og taktu þátt í að sýna fjölbreytileika og fegurð íslenskunnar. Með þátttöku gefur þú Mími leyfi til að deila efninu áfram á samfélagsmiðlum og að hafa samband við þig vegna mögulegs viðtals.

Allir sem taka þátt eiga möguleika á að vinna námskeið hjá Mími sér að kostnaðarlausu! Þú getur valið orðið þitt og deilt því með okkur til 16. nóvember.