Glæsilegir hópar útskrifuðust miðvikudaginn 13. apríl sl. úr fagnámskeiði fyrir starfsmenn í heilbrigðis- og félagsþjónustu á fyrsta og öðru stigi. 

Fagnámskeiðin eru haldin í samstarfi Mímis símenntunar og Eflingar. Þau eru ætluð þeim sem aðstoða, annast um eða hlynna að sjúkum, fötluðum og öldruðum á einkaheimilum eða stofnunum. Einnig þeim sem aðstoða skjólstæðinga við innkaup, þrif og persónulega umhirðu. Á fagnámskeiðunum er lögð áhersla á námsþætti sem nýtast starfsmanninum í starfi og einkalífi.

Fagnámskeiðin eru undanfari náms í Félagsliðabrú. Fagnámskeið eru tvö námskeið sem eru samanlagt 190 klukkustundir. Annars vegar fagnámskeið I (95 klukkustundir) og hins vegar fagnámskeið II (95 klukkustundir). Þátttakendur þurfa að ljúka fyrra námskeiðinu til þess að halda áfram á því seinna.

 

Útskriftarhópur í fagnámskeiði 1 fyrir starfsmenn í heilbrigðis- og félagsþjónustu.