Nýverið kom útskriftarhópur frá FB í heimsókn í Mími. Nemendur komu í fylgd tveggja kennara til þess að kynna sér námsleiðina Færni á vinnumarkaði sem fór af stað í 2. sinn á þriðjudaginn var, í Mími.

Þau voru virkilega áhugasöm og það var gaman að segja þeim frá náminu sem er 70 klst. en þátttakendur fá einnig 110 klst. starfsþjálfun.

Markmiðið með þátttöku er að fá Fagbréf atvinnulífsins sem auðveldar fólki með fötlun að fá starf að námi og þjálfun lokinni.