Í maí 2025 hófst í fyrsta sinn íslenskunámskeið hjá  Blindrafélaginu í samstarfi við Mími. Verkefnið markaði tímamót og var ætlað fólki með sjónskerðingu sem er stíga sín fyrstu skref í íslensku eða vill styrkja sig í talmáli.

Kennt var í tveimur hópum: Annar hópurinn var fyrir byrjendur og hinn fyrir þá sem höfðu grunn í íslensku. Lögð var sérstök áhersla á talað mál, endurtekningar og einstaklingsmiðaða nálgun þar sem tekið var tillit til þarfa og getu hvers og eins. Kennslan fór fram í húsnæði Blindrafélagsins og var vel sótt af þátttakendum.

Kennarinn, Rósa Björg Þorsteinsdóttir, sýndi mikla fagmennsku, þolinmæði og hlýju í sinni nálgun og skapaði öruggt og hvetjandi námsumhverfi. Nemendurnir eiga líka hrós skilið fyrir einlægan áhuga og vilja til læra íslensku við krefjandi aðstæður. Margir lýstu ánægju með kennsluna og hafa áhuga á framhaldsnámskeiði.

Við erum stolt af því hafa hafið þetta mikilvæga samstarf og vonumst til geta haldið áfram styðja þennan viðkvæma en kraftmikla hóp við efla íslenskukunnáttu þeirra og þátttöku í samfélaginu.