Mikil gleði var á útskrift úr námskeiðinu Talþjálfun 2-3 í íslensku. Nemendurnir höfðu sérstaklega óskað eftir talþjálfun á morgnana að loknu námskeiðinu íslenska 3.

Lögð er áhersla á, í Talþjálfun 2-3, að þjálfa þátttakendur í samræðum og frásögn í mismunandi aðstæðum. Námsefni og aðferðir eru m.a. efni af samfélagsmiðlum, tónlist, spil og leikir. Næsta námskeið hefst 22. maí næstkomandi

Við óskum nemendunum okkar innilega til hamingju með útskriftina.