Í vikunni útskrifuðust nemendur úr samfélagsfræðslu á úkraínsku.

Markmið samfélagsfræðslu eru margþætt en á námskeiðinu er farið yfir efni eins og lög, réttindi, tækifæri og skyldur, sem veitir nemendum hagnýta þekkingu fyrir daglegt líf.

Í kennslustundum fræddust nemendur m.a. um sögu Íslands, samfélag, efnahag, menningu og stjórnmál. Hópurinn fór einnig í skemmtilegar vettvangsferðir á Þjóðminjasafnið og Alþingi.

Við óskum nemendum til hamingju með að hafa lokið námskeiðinu og óskum þeim velfarnaðar í þeim verkefnum sem þau taka sér fyrir hendur.