02. desember, 2022
Mikið húllum hæ var í dag þegar að nemendur í Samfélagfræðslu fyrir arabískumælandi fólk útskrifuðust af námskeiðinu. Nemendum var veitt viðurkenningarskjal fyrir þátttöku sína. Veitingar voru í takt við arabíska menningu og fengu verkefnastjórar Mímis að njóta þess að prófa nýja og spennandi rétti frá framandi landi. Allir voru sammála um að arabíska kaffið væri gott. Það kom á daginn að saman við kaffið er blandað kardimommum sem gefa kaffinu einstakt bragð, sem passar vel við aðventuna. Kaffi með þessum hætti er gert við hátíðleg tækifæri.