Við í Mími óskum starfsfólki í Engjaskóla sem útskrifaðist úr námskeiðinu Íslenska, Talþjálfun 3–4 innilega til hamingju!

Starfsfólkið sem sótti námskeiðið lagði hart að sér og sýndi mikinn metnað, dugnað og framfarir í að tjá sig á íslensku.

Í gegnum fjölbreytt verkefni, æfingar og samræður hafa þau styrkt orðaforða sinn, bætt framburð og aukið sjálfstraust í samtölum á íslensku. Það hefur verið ánægjulegt að fylgjast með hversu mikið þau hafa vaxið – bæði í íslensku og sjálfsöryggi.

Mímir hvetur fyrirtæki og stofnanir til að nýta sér fjölbreytt íslenskunámskeið sem sniðin eru að þörfum hvers vinnustaðar.

Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband við Mími fyrirtaeki@mimir.is