Við í Mími viljum óska starfsfólki í Norðlingaskóla sem lauk nýverið námskeiðinu Íslenska – talþjálfun 2–3 hjartanlega til hamingju! Hópurinn hefur sýnt einstaka elju og áhuga á íslenskunáminu og náð miklum framförum á skömmum tíma.

Með leikjum, samræðum og fjölbreyttum æfingum hefur starfsfólkið styrkt málskilning sinn og tjáningu á íslensku. Það hefur verið dásamlegt að sjá þau vaxa, þora meira, prófa sig áfram og öðlast traust á eigin getu.

Við hjá Mími viljum þakka þessum framúrskarandi hópi fyrir þátttökuna og óskum honum velfarnaðar í framtíðinni. Starfsfólkið hefur lagt mikilvægan grunn að frekara íslenskunámi og getur verið stolt af árangri sínum.

Mímir hvetur fyrirtæki og stofnanir til að nýta sér fjölbreytt íslenskunámskeið sem sniðin eru að þörfum hvers vinnustaðar. Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband við Mími fyrirtaeki@mimir.is