03. desember, 2025
Nýverið útskrifuðust nemendur úr byrjendanámskeiðinu Íslenska og atvinnulíf fyrir úkraínskumælandi. Á námskeiðinu lærðu þátttakendur helstu undirstöðuatriði í íslensku, með áherslu á einföld samskipti og grunnorðaforða tengdan vinnu og daglegu lífi.
Námskeiðið er mikilvægt fyrsta skref inn í íslenskt samfélag og atvinnulíf. Við óskum útskriftarnemendum innilega til hamingju með árangurinn.


