02. janúar, 2026
Þann 22. desember síðastliðinn útskrifuðust sjö nemendur úr námi fyrir samfélagstúlka hjá Mími. Samfélagstúlkar túlka samskipti milli fólks og stofnana víðs vegar í samfélaginu á faglegan og hlutlausan hátt.
Samfélagstúlkanám Mímis er hagnýtt nám sem styrkir stöðu fólks á vinnumarkaði og opnar dyr fyrir nýjum tækifærum. Í náminu læra nemendur um hlutverk, ábyrgð, verklag og viðfangsefni túlka auk þess að læra um íslenskt samfélag og helstu stofnanir þess og fá þjálfun í túlkun.
Við óskum þeim innilega til hamingju með áfangann.


