26 nemendur úr Menntastoðum í staðnámi útskrifuðust í dag. Hópurinn hóf nám í ágúst og kláraði þar með námið á einni önn. Samdóma álit hópsins er að þau sem koma í Menntastoðir eru venjulega smeyk um eigin getu en koma sjálfum sér virkilega á óvart og eru þakklát fyrir þann stuðning sem þau fá. Hlynur Hákonarson ávarpaði hópinn fyrir hönd nemenda og nefndi hann einmitt það hversu mikið trú hans á eigin getu jókst og efldist í náminu.

Við óskum öllum nemendum hjartanlega til til hamingju með áfangann og óskum þeim góðs gengis í komandi verkefnum.