06. júní, 2023
Föstudaginn 26. maí fengu tíu nemendur skírteinin sín afhend eftir tveggja anna nám í Menntastoðum. Útskriftarneminn, Alexandra Björk Jónsdóttir Knudsen, flutti ávarp þar sem hún talaði um hvað námið hefði styrkt sig og samnemendur sína.
Við óskum öllum útskriftarnemunum innilega til hamingju með áfangann og hlökkum til að fylgjast með þeim í framtíðinni.
Bjarta framtíð