Í vikunni var útskrift úr Leikskólasmiðju og íslensku, nýrri námsbraut hjá Mími.

Mikil gleði var á útskriftinni og við óskum nemendum Leikskólasmiðju innilega til hamingju með áfangann.

Í leikskólasmiðjunni fengu þátttakendur góða innsýn inn í starfshætti, verklag og vinnubrögð í leikskólastarfi á Íslandi. Auk þess voru skapandi vinnustofur þar sem lögð var áhersla á notkun tónlistar í leikskólastarfi, útikennslu og listastarf. Samhliða náminu lærðu þátttakendur einnig íslensku með áherslu á orðaforða í starfi með börnum.

Við hjá Mími erum virkilega stolt af þessum flotta hóp og þakklát fyrir frábæra kennara sem tóku þátt í að skipuleggja þetta spennandi námskeið með okkur.