Glæsilegir hópar útskrifuðust miðvikudaginn 17. apríl 2024 frá Mími úr fagnámskeiðum 1 og 2 fyrir starfsmenn í heilbrigðis- og félagsþjónustu. Fagnámskeiðin eru haldin í samstarfi Mímis og Eflingar. Þau eru ætluð þeim sem aðstoða, annast um eða hlúa að öldruðum, fötluðum og sjúkum á einkaheimilum eða stofnunum við til að mynda innkaup, þrif og persónulega umhirðu.
Á fagnámskeiðunum er lögð áhersla á námsþætti sem nýtast starfsfólki í starfi og einkalífi en námskeiðin eru jafnframt undanfari náms í Félagsliðagátt hjá Mími.
Fagnámskeið 1 og 2 eru samanlagt 190 klukkustundir, 95 klst. hvert námskeið.
Við óskum útskriftarnemendum hjartanlega til hamingju með áfangann.
Útskrift úr fagnámskeiði 1 | Útskrift úr fagnámskeiði 2 |