Þann 27. maí sl. útskrifuðust tólf nemendur hjá Mími úr fagnámskeiði 1 fyrir ófaglært starfsfólk leikskóla. Í náminu er fjallað um fjölbreytta þætti í starfi með ungum börnum, svo sem samskipti, þroska, mikilvægi leiks og hlutverki leikskólastarfsfólks í námi og vellíðan barna.

Nemendur hafa staðið sig með prýði og var einstaklega ánægjulegt að hafa þau í húsinu. Þau voru áhugasöm, jákvæð og tilbúin að leggja sig fram.

Nú halda þau aftur til starfa á sínum leikskólum með nýja þekkingu og gagnleg verkfæri í farteskinu. Nokkur þeirra munu snúa aftur í sumar þegar fagnámskeið 2 hefst þann 10. júní. Þar verður m.a. lögð sérstök áhersla á sköpun eins og myndlist og leiklist í starfi með börnum.

Við hjá Mími óskum þeim innilega til hamingju með áfangann og þökkum þeim fyrir samveruna.