Þann 2. júní útskrifuðust 18 nemendur úr fagnámskeiði 1 fyrir starfsmenn leikskóla. Námið er ætlað þeim sem vinna við uppeldi og umönnun barna á leikskólum. Á námskeiðinu er lög áhersla á námsþætti sem styrkja persónulega og almenna færni, t.d sjálfstyrkingu og samskipti, færnimöppu, tölvur og svo námsþætti eins og uppeldi leikskólabarna, þroska og þróun leikskólabarna, listastarf með börnum og fleira. Mikil ánægja var meðal nemenda með námið og margir töluðu um að hafa safnað nýjum efniðvið í verkfæraskistuna sem þau gætu nýtt sér í starfi. Stór hluti hópsins heldur áfram á fagnámskeið 2. Við óskum nemendum hjartanlega til hamingju með útskriftina.

 

.