Í hröðu umhverfi tæknibreytinga og möguleika á einhverskonar árás á tölvukerfi eða upplýsingar hefur verið ákveðið af framkvæmdastjórn Mímis að ráðast í úttekt á öryggismálum og fræðslu til starfsfólks. Hjá Mími eru skýrar verklagsreglur varðandi upplýsingatæknimál. Í samtali við Ingunni Guðmundsdóttur, sviðsstjóra rekstrarsviðs kemur fram að þessi mál séu í sífelldri endurskoðun.
„Okkur fannst vera kominn tími á að taka aftur snúning á öryggis- og upplýsingatæknimálum. Þetta er síbreytilegt umhverfi sem mikilvægt er að fylgjast reglulega með. Út úr skoðun sem OK gerði fyrir okkur kom í ljós að almennt má segja að við séum á góðum stað hvað varðar öryggi. Liður í því að auka öryggið er svo fræðsla til starfsmanna, en mikið af þeim árásum sem verða er þegar verið er að reyna að plata starfsfólk til þess að gefa upplýsingar eða svikapóstar svo eitthvað sé nefnt. Þetta var því kærkomin fræðsla til okkar allra til þess að auka enn á öryggi á þessum vettvangi starfseminnar.“