Nú er starfið hjá Mími að komast í fullan gang. Skrifstofan er opin og til þjónustu reiðubúin fyrir nemendur. Starfsfólk Mímis hlakkar til að takast á við veturinn og vinna með nemendum. Námskeið á vegum Mímis eru óðum að fyllast og hver að verða síðastur að sækja um. Eins og sjá má á heimasíðunni er námsúrvalið fjölbreytt og flestir ættu að finna sér eitthvað við sitt hæfi. Nú er um að gera að skella sér í nám og taka stökkið fyrir þá sem eiga eftir að skrá sig.