Nýverið tók Mímir í gagnið nýtt flokkunarkerfi fyrir úrgang í nemendarými og á kaffistofu starfsmanna. Nú er plast, pappi, pappír, skilagjaldskyldar umbúðir og lífrænn úrgangur flokkaður sérstaklega.  Einnig hefur plastmálum verið skipt út fyrir umhverfisvænni pappamál í nemendarými.

Mikilvægt er að allir, starfsfólk Mímis, nemendur og kennarar, leggist á eitt við þetta samstarfsverkefni. Tunnur eru vel merktar og einnig verða settar upp leiðbeiningar við þær.