Í dag, þann 5. október, er Alþjóðlegi kennaradagurinn. Við hjá Mími fögnum því að eiga einstaka kennara sem hafa reynst nemendum Mímis ákaflega vel á vegferð sinni í námi.
Kennaradagurinn í ár er sá 30. í röðinni en fyrst var efnt til kennaradags árið 1994. Það voru UNESCO, Menntamálastofnun Sameinuðu þjóðanna, í samvinnu við Alþjóðasamband kennara (Education International) sem tóku sig saman um að halda árlegan kennaradag til að vekja athygli á störfum kennara.
Saman fyrir kennara, saman til framtíðar! Svo hljóða skilaboð Alþjóðlegu kennarasamtakanna, Education International (EI) á Alþjóðadegi kennara sem við, og kennarar um allan heim, höldum hátíðlegan fimmta október ár hvert. Skilaboð EI eru jafnframt þau að kennaradagurinn í ár gefi tilefni til byggja á árangri síðustu ára er kemur að hvatningu til stjórnvalda, um allan heim, að fjárfesta í kennurum, hafa gott opinbert menntakerfi og tryggja þannig að börn og ungmenni hafi aðgang að gæðamenntun.
Við hjá Mími tökum undir þessi orð og vísum í hið fornkveðna að mennt er máttur.
Til hamingju með daginn kennarar.


