Kennarar og matsaðilar áttu góða stund ásamt starfsfólki Mímis þann 1. desember sl þegar blásið var til jólateitis í húsakynnum Mímis. Boðið var upp á léttar veitingar, ljúfa tóna og tveir nemendur komu og sögðu frá upplifun sinni í námi hjá Mími, þau Þorbjörg Guðmundsdóttir og Souleymande Sonde. Bæði hafa þau nýtt sér námsbrautir Mímis með góðum árangri og eru nú komin í háskóla. Í máli þeirra beggja kom fram hversu mikilvægir kennarar Mímis voru í þeirra námi ásamt öðru starfsfólki Mímis.

Nýr vefur Mímis var einnig opnaður við þetta tækifæri.

Við þökkum öllum okkar frábæru kennurum og matsaðilum fyrir ánægjulegt samstarf á liðnu skólaári.