30. nóvember, 2022
Mikil prófatörn stendur yfir hjá Mími um þessar mundir en nemendur úr Háskólanum á Akureyri og Háskólanum á Bifröst geta kosið að þreyta próf sín hjá Mími. Alls verða lögð fyrir um 1300 próf fyrir nemendur frá skólunum. Í samtali við Helgu Rúnu Þorsteinsdóttur, verkefnastjóra hjá Mími kemur fram að fyrirlögn prófanna hafi gengið vel. „Þetta er búið að vera mikil törn og mikið líf í húsinu. Það er heilmikið skipulag í kringum svona, en það hefur gengið vel,“ segir Helga Rúna og er þar með þotin. Prófin eru í gangi á tímabilinu 28. nóvember til 14. desember.