Starfsfólk Mímis var í óða önn að taka á móti nemendum frá Háskólanum á Akureyri og Háskólanum á Bifröst nú í morgun. Stærsti einstaki dagurinn var í dag, en fjöldi prófafyrirlagna hefur farið vaxandi hjá Mími að undanförnu. Samkvæmt Helgu Rúnu Þorsteinsdóttur, verkefnastjóra Prófamiðstöðvar kom fram að með góðu skipulagi hafist að koma öllum fyrir og tryggja að nemendur upplifi góðan anda. „Það er aukin ásókn í þetta hjá okkur og það er ánægjulegt. Ég tengi það beint við góða aðstöðu og hlýlegt viðmót við nemendur, sem er auðvitað mikilvægt þegar maður er að fara að taka próf. Það er mikið undir og við gerum okkur grein fyrir því, segir Sólveig Hildur Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Mímis.