Það er nauðsynlegt að fara reglulega á skyndihjálparnámskeið til þess að viðhalda þekkingunni og uppfæra. Skyndihjálp er þekking sem enginn vill þurfa að beita en er gott að kunna komi til þess. Á námskeiðinu var farið yfir grunnatriði skyndihjálpar, endurlífgun með hjartahnoði, losun aðskotahluta úr öndunarvegi ásamt því að kenna á hjartastuðtæki, en Mímir er með eitt slíkt tæki tiltækt í húsnæði sínu.