Menntadagur atvinnulífsins fór fram á Hilton Nordica þriðjudaginn 11. febrúar undir yfirskriftinni Störf á tímamótum.

Menntadagurinn, þar sem fræðslu- og menntamál atvinnulífsins eru í forgrunni, er sameiginlegt verkefni Samtaka atvinnulífsins (SA) og allra aðildarsamtaka þeirra.

Starfsfólk Mímis hélt erindi og tók virkan þátt í umræðum um málefni sem tengjast menntun og hæfni á vinnumarkaði.Fjölmargar málstofur voru á Menntadeginum og voru starfsmenn Mímis með erindi á tveimur þeirra.

Í málstofunni Þurfum við öll að kunna íslensku? var fjallað um áskoranir og ávinning þess að efla íslenskukunnáttu á vinnustöðum. Þar var meðal annars rætt um hver beri ábyrgð á íslenskukennslu á vinnustöðum og hvaða úrræði standa til boða fyrir starfsfólk af erlendum uppruna. Vanessa Monika Isenmann, sérfræðingur í íslenskukennslu á vinnustöðum hjá Mími, fjallaði um málefnið.

Í málstofunni Störf framtíðarinnar – áhrif gervigreindar á hæfniþörf var fjallað um áhrif gervigreindar á vinnumarkaðinn og hvaða hæfni verður mikilvæg í framtíðarstörfum. Þórunn Grétarsdóttir, fagstjóri námsbrauta hjá Mími, tók þátt í umræðum um tækniframfarir, gervigreind og hæfnikröfur framtíðarvinnumarkaðarins.

Þátttaka Mímis á Menntadegi atvinnulífsins undirstrikar mikilvægi símenntunar og hæfniþróunar á breytilegum vinnumarkaði. Með virkri þátttöku í umræðum og fræðslu leggur Mímir sitt af mörkum til að styðja einstaklinga og fyrirtæki í að takast á við þær áskoranir og tækifæri sem framtíðin ber í skauti sér.