Þær Kristín Erla og Þórunn, fagstjórar hjá Mími, tóku nýverið þátt í þriggja daga vinnustofu sem haldin var í Rijeka, Króatíu, dagana 19.–21. maí. Vinnustofan var hluti af Erasmus+ verkefninu Discover & Empower, þar sem Mímir vinnur með fimm samstarfsaðilum frá Litháen, Króatíu, Spáni, Ítalíu og Búlgaríu.
Á vinnustofunni var unnið að því að prófa og leggja mat á kennsluefni og verkfæri sem hafa verið þróuð fyrir verkefnið. Afurðir verkefnisins miða að því að styðja fullorðið fólk á aldrinum 25–40 ára við að efla starfsþróunarhæfni sína.
Vinnustofan gekk mjög vel og það var ánægjulegt að hitta samstarfsaðila verkefnisins í hinu fallega umhverfi Rijeka í Króatíu.
Nokkrar myndir frá Króatíu
Frá vinnustofunni
Hópurinn í Króatíu
Frá vinnustofunni