Níu starfsmenn hjá Mími-símenntun sóttu haustfund Símenntar, samtaka fræðslu- og símenntunarmiðstöðva á Íslandi, sem haldinn var á Ísafirði dagana 26.-27. september 2024.
Fundurinn var fjölmennur en í kringum 50 fulltrúar frá ellefu símenntunarmiðstöðvum voru þar saman komnir. Dagskrá fundarins var fjölbreytt en aðal áhersla var á þætti sem snúa að auknum gæðum í námi og kennslu, færniþjálfun og framtíðarsýn í framhaldsfræðslu, íslenskukennslu og símenntun.
Fundurinn, sem haldinn er árlega, er mikilvægur vettvangur fyrir hugmyndaflug milli fólks og til að auka tengsl milli símenntunarmiðstöðvanna. Markmiðið er ávallt að bæta þjónustu við nemendur og samfélagið.
Hér má sjá nokkrar myndir frá ferðinni til Ísafjarðar.