Starfsfólk frá Mími sótti afmælisráðstefnu starfsmenntasjóða sem haldin var 18. september á Grand Hótel Reykjavík. Ráðstefnan var haldin í tilefni af 25 ára afmæli starfsmenntasjóðanna og 10 ára afmæli Áttarinnar, sameiginlegrar vefgáttar sjóðanna.
Á ráðstefnunni var farið yfir sögu starfsmenntasjóðanna og Áttarinnar, fjallað um mikilvægi sí- og endurmenntunar, þróun hæfni á vinnumarkaði og fjárfestingu í færni sem lykilþátt í samkeppnishæfni og velferð samfélagsins.
Það var bæði fróðlegt og skemmtilegt að taka þátt í ráðstefnunni, hitta samstarfsaðila úr atvinnulífinu og styrkja enn frekar okkar sameiginlegu sýn á mikilvægi starfsmenntunar og hæfniþróunar á íslenskum vinnumarkaði.


