Hjá Mími var nýlega haldið leiðtoganámskeið fyrir starfsfólk BAUHAUS sem var sett upp í þremur lotum, tvo daga í senn. Þriðju lotunni lauk 13. og 14. janúar sl.

Markmið námskeiðsins er að auka þekkingu og hæfni stjórnenda til að móta fyrirtækjamenningu sem stuðlar að vellíðan starfsfólks. Þá er lögð áhersla á að þátttakendur öðlist yfirsýn yfir stjórnunar- og leiðtogafræði, auk þess að kynnast aðferðum sem styrkja jafnrétti á vinnustað, liðsheild og teymisvinnu.

Starfsfólk BAUHAUS hefur nú lokið þessu námskeiði og óskum við því innilega til hamingju með áfangann. Við hlökkum til að fylgjast með jákvæðum áhrifum og árangri þess í framtíðinni.