Hjá Mími er hafið leiðtoganámskeið fyrir starfsfólk BAUHAUS, með það að markmiði að styðja við stjórnendur og efla hæfni þeirra til að byggja upp jákvæða fyrirtækjamenningu. Námskeiðið er sett upp í þremur lotum, tvo daga í senn, og lauk annarri lotunni 16. og 17 september sl.
Markmið námskeiðsins er að auka þekkingu og hæfni stjórnenda til að móta fyrirtækjamenningu sem stuðlar að vellíðan starfsfólks. Einnig er lögð áhersla á að þátttakendur öðlist yfirsýn yfir stjórnunar- og leiðtogafræði, auk þess að kynnast aðferðum sem styrkja jafnrétti á vinnustað, liðsheild og teymisvinnu.
Við hjá Mími erum stolt af því að taka þátt í þessu mikilvæga verkefni og hlökkum til að fylgjast með árangrinum þegar námskeiðinu lýkur.