Í ljósi hertra viðmiða um sóttvarnir og 10 manna samkomutakmarkanir sem taka gildi á miðnætti 30. október, þurfum við að breyta kennsluháttum í Mími. Staðkennsla mun færast yfir í fjarkennslu, þó með nokkrum undantekningum.
Gert er ráð fyrir að staðkennsla færist yfir í fjarkennslu frá og með miðvikudeginum 4. nóvember.
Engin kennsla verður mánudag og þriðjudag (2. og 3. nóvember) í þeim hópum þar sem breyta þarf kennslufyrirkomulagi.
Þeir hópar sem þegar eru í fjarkennslu halda áfram með óbreyttu sniði.
Okkur þykir leitt að þurfa að gera breytingar á fyrirkomulagi kennslunnar en við fylgjum að sjálfsögðu fyrirmælum sóttvarnaryfirvalda. Öryggi nemenda okkar og starfsfólks mun ávallt vera í fyrirrúmi.
Farið varlega og góðar kveðjur frá starfsfólki Mímis.