10. október, 2025
Í vikunni kom sérstakur gestur í heimsókn í námskeiðið Íslenska og atvinnulífið fyrir víetnömskumælandi nemendur. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, kom í heimsókn og ræddi við nemendur um hlutverk stéttarfélagsins og mikilvægi þess að þekkja réttindi sín á íslenskum vinnumarkaði.
Nemendur fengu bæði tækifæri til að spyrja spurninga og deila eigin reynslu. Heimsóknin vakti mikinn áhuga meðal nemendanna og sköpuðust lifandi umræður um atvinnulíf, réttindi og ábyrgð á vinnustöðum.


