Það er nauðsynlegt að dusta reglulega rykið af skyndihjálparþekkingu- og kunnáttu sinni.  Við fengum hann Ólaf Inga Grettisson frá Rauða Krossinum til að koma með námskeið til okkar. Við vorum afar ánægð með námskeiðið þar sem rifjuð voru upp grunnatriði skyndihjálpar, s.s. endurlífgun, losun aðskotarhlutar úr öndunarvegi, stöðvun blæðingar, öryggi  á vettvangi o.fl.