Skráningar eru í fullum gangi hjá Mími um þessar mundir enda ásókn í námskeið og nám með besta móti. „Það er ánægjulegt að sjá hvað margir ætla að nýta sér það námsúrval sem má finna hjá Mími á vorönninni. Við erum í óða önn að fara yfir umsóknir enda hafa margar borist nú á síðustu dögum,“ segir Sólveig Hildur Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Mímis. Hún minnir jafnframt á að frestur til að sækja um sé ekki runninn út. Það er um að gera að skrá sig sem fyrst. Enn er opið í Menntastoðir, íslenskuna og fleiri námskeið hjá okkur. Svo eru náms- og starfsráðgjafar boðnir og búnir til að hjálpa fólki að velja sér námsleið enda mikið í boði en úrvalið má líka skoða á heimasíðu Mímis,“ segir Sólveig að lokum.