Skólastarf hjá Mími er að komast í fastar skorður eftir dásemdar sumarleyfi og óhætt að segja að bæði starfsfólk og nemendur séu tilbúnir að takast á við nýjar áskoranir. 

Um það bil 400 nemendur eru þegar skráðir til leiks og eru þá ótalin námskeið sem hefjast síðar á önninni. Við höldum áfram að starfa eftir gildum Mímis, fagmennska, framsækni og samvinna og höldum ótrauð áfram í góðu samstarfi við kennara í að gera gott starf betra, þróa kennsluhætti og bjóða upp á fjölbreytt námsúrval. 

Enn er hægt að skrá sig á nokkrar námsbrautir, tungumálanámskeið og íslenskunámskeið og fer skráning fram á vef Mímis: https://www.mimir.is/is/nam

Við bjóðum nemendur, verktaka og annað starfsfólk velkomið til starfa og hlökkum til vetrarins.