Skólahald hjá Mími heldur áfram með óbreyttum hætti enda þótt heilbrigðisráðherra hafi boðað slökun á samkomubanni með því að leyfa að hámarki 50 einstaklingum að vera í sama rými eftir 4. maí. Jafnframt gilda áfram þau skilyrði heilbrigðisráðherra um að hafa beri tvo metra á milli einstaklinga og að smitvörnum og sóttvörnum verði sinnt eins og verið hefur. Sama gildir um nám hjá Mími og annað nám á framhalds- og háskólastigi. 

Í ljósi takmarkana heilbrigðisráðherra á skólahaldi er augljóst að ekki verður hægt að bjóða nemendahópnum hjá Mími, sem telur um þúsund manns á vorönn, upp á staðnám að svo stöddu. Þetta þýðir að það nám sem nú þegar er kennt í fjarkennslu verður klárað í fjarkennslu. Nokkrar undantekningar eru á þessari meginreglu en þær verða kynntar þeim nemendum og kennurum sem um ræðir.  

Nánari upplýsingar má fá með því að senda póst á Sigríði Droplaugu, sviðsstjóra, sigridur@mimir.is