English version below

Skólahald á haustönn 2020  

Heilbrigðisráðherra hefur boðað breyttar reglur á takmörkun á samkomum frá 14. ágúst. Nýjar reglur fela í sér rýmkun á nálægðartakmörkunum í framhalds- og háskólum, sem og símenntunarmiðstöðvum, en þar verður heimilt að hafa 1 metra á milli einstaklinga án þess að andlitsgrímur séu notaðar. Einnig skal sótthreinsa sameiginlegan búnað og snerti fleti minnst einu sinni á dag og áhersla skal lögð á einstaklingsbundnar sóttvarnir. Fjöldatakmörk miðast áfram við 100 manns að hámarki.    

Skólastarf samkvæmt áætlun 

Hjá Mími verður þessum reglum fylgt í hvívetna og verður kappkostað að tryggja öryggi nemenda, starfsfólks og kennara með þeim sóttvörnum sem heilbrigðisráðherra leggur til. Með hliðsjón af þessum viðmiðum er gert ráð fyrir að skólastarf í Mími muni hefjast á tilsettum tíma eins og áður var áætlað og auglýst hefur verið. Skólastarf og tilhögun náms verður endurskoðuð reglulega með tilliti til aðstæðna í samfélaginu og tekur mið af þeim reglum sem heilbrigðisráðherra setur hverju sinni.   

Tilhögun náms 

Markmið Mímis er að skipuleggja skólastarfið þannig að það haldist óslitið þrátt fyrir skyndilegar breytingar á tilmælum sóttvarnarlæknis. Þetta þýðir að kennsla hjá Mími haustið 2020  getur með stuttum fyrirvara orðið  stafræn ef forsendur náms breytast.    

Það er vandasamt verk að skipuleggja skólastarf á þeim óvissutímum sem nú eru. Starfsfólk Mímis leggur sig fram um að undirbúa  komu nemenda í Mími í haust með gæði að leiðarljósi.   

Við hlökkum til samstarfsins við ykkur í vetur og óskum ykkur góðs gengis í haust sem endranær.  

Kær kveðja,

Sólveig Hildur Björnsdóttir 

Framkvæmdastjóri Mímis 

Operating the school – autumn term 2020 

From August 14th the Minister of Health has updated rules regarding limitations for mass gatherings. This means that the advertised distance apart for people is now less than before, in Upper Secondary Schools, Universities and Long Life Learning Centres. This implies that students can communicate keeping 1 metre apart, without using facial masks. Surfaces that are commonly touched by students and staff will be disinfected daily and individuals are encouraged to wash hands carefully, using disinfectants. The number of people that can get together will continue to be maximum 100. 

Operating the school according to plans

In Mímir the issued rules will be taken seriously to ensure the safety of students, staff members and teachers, using the civil protection suggested by The Minister of Health. Taking notice of this we believe that operations in Mímir will go ahead as planned and advertised. Operations regarding tuition in Mímir will be updated according to changes that may be issued by the Minister of Health from now on. 

Form of study

It is the objective of Mimir to organize studies in such a manner that they may be continued even though sudden changes might arise. This means that tuition in Mimir in the autumn term of 2020 might be changed to e-learning with a short notice, should the situation demand it. 

It is complicated to organize our operation in these times of uncertainty. The staff of Mimir will do their best to ensure that preparation, the welcoming of students and tuition will be of good quality. 

We look forward to working with you this winter and wish you success in the autumn term, as always.

Best regards, 

Sólveig Hildur Björnsdóttir

Managing director