Við viljum þakka öllum sem tóku þátt í keppninni okkar „Þetta er íslenskan mín/That´s my Icelandic!“ sem fór fram í tilefni af degi íslenskrar tungu. Keppnin snerist um að deila stuttu myndbandi þar sem þátttakendur töluðu íslensku með sínum einstöku sérkennum og sögðu frá því hvernig íslenskan þeirra væri.

Inna Sydorova, Tanya Harkusha, Maksym Sydorov, Catherine Marsac og Nevæh Meiting Qin deildu öll glæsilegum myndböndum sem sýndu hversu fjölbreytt íslenskan getur verið.

Dómnefnd Mímis skoðaði öll myndböndin vandlega og ákvað einróma að Maksym Sydorov væri vinningshafinn.

Við óskum Maksym innilega til hamingju og biðjum hann að hafa samband við okkur sem fyrst.