Dagana 11.-13. mars var áætlað að halda annan Nordplus verkefnisins Be-digital í Kristiansand í Noregi. Fulltrúar frá Mími ákváðu að fara ekki til Noregs vegna þess óvissuástands sem var að skapast vegna COVID-19. Því var ákveðið að færa fundinn yfir á fjarfundarsnið en þó fóru samstarfsaðilar frá Litháen og Lettlandi til Noregs. Fundurinn tók þó snöggan endi þar sem um hádegi fyrsta daginn var ljóst að Osló væri að loka vegna COVID-19 og þurftu fundargestir því að hafa hraðar hendur við að komast í flug samdægurs. Allt gekk þó upp að lokum og náði hópurinn að afgreiða helstu mál á fjarfundi vikuna á eftir.
Verkefnið snýst um að hanna 15 klukkustunda námskeið fyrir 50 ára og eldri sem vinnustaðir geta boðið starfsfólki sínu að sækja sem og stéttarfélög með það að markmiði að auka færni í notkun samfélagsmiðla fram að starfslokum og áfram.