Menntaverðlaun atvinnulífsins voru veitt á Menntadegi atvinnulífsins sem fór fram í Hörpu 5. febrúar. Verðlaunin eru veitt þeim fyrirtækjum sem skara fram úr í fræðslu- og menntamálum og erum við hjá Mími stolt af samstarfi okkar við verðlaunahafana. Orkuveita Reykjavíkur er Menntafyrirtæki ársins og Samkaup er Menntasproti ársins. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra afhentu verðlaunin. Samstarf Mímis við Orkuveitu Reykjavíkur fólst í náms- og starfsráðgjöf fyrir tiltekin hóp innan fyrirtækisins þar sem lögð var áhersla á að því að upplýsa starfsfólk, greina stöðu þess og leiðbeina við að finna leiðir til áframhaldandi færniuppbyggingar í samstarfi við fyrirtækið. Þá sá Mímir um framkvæmd raunfærnimats á móti Fagnámi í verslun og þjónustu í samstarfi við Samkaup, Lyfju, Húsasmiðjuna, Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, VR, Samtök verslunar og þjónustu og Starfsmennasjóð verslunar- og skrifstofufólks og Verslunarskólann.
Sjá nánar á vef Samtaka atvinnulífsins
Við hjá Mími óskum verðlaunahöfum hjartanlega til hamingju.