Samstarf Mímis og Rauða krossins um verkefnið "Æfingin sakapar meistarann", heldur áfram á þessu misseri. Verkefnið er fyrir innflytjendur sem vilja þjálfa sig í íslensku og kynnast fólki í leiðinni. Boðið er upp á opið hús á laugardagsmorgnum kl. 10-12 þar sem sjálfboðaliðar og innflytjendur hittast og spjalla, horfa á íslenskar kvikmyndir, borða saman og fleira skemmtilegt sem eykur þekkingu á tungumáli og samfélagi. Nú í haust mun Listasafn Íslands einnig taka þátt í starfinu þar sem tekið verður fyrir efni úr sýningu safnsins sem tengist sögu og menningu Íslands. 

Æfingin skapar meistarann er fyrst og fremst félagslegt verkefni og góður vettvangur fyrir fólk að æfa sig í íslensku og auka orðforða sinni. Allir eru velkomnir en taka skal fram að nauðsynlegt er að hafa einhvern grunn í tungumálinu. Þátttaka er ókeypis og það eina sem þarf að gera er að mæta! 

Staður: Höfðabakki 9

Tími: laugardagar kl. 10-12

Nánari upplýsingar í síma 570-4060 eða með tölvupósti kopavogur@redcross.is