Mímir býður upp á náms- og starfsráðgjöf í samstarfi við Eflingu-stéttarfélag fyrir þá félagsmenn Eflingar sem falla undir markhóp framhaldsfræðslunnar. 

Félagsmönnum stendur til boða aðstoð við að greina stöðu sína námslega og á vinnumarkaði, sem og að kanna leiðir til starfsþróunar. Þá fá félagsmenn jafnframt upplýsingar um fræðsluúrræði, atvinnumöguleika  og raunfærnimat. Um er að ræða ráðgjöf á bæði íslensku og ensku, eftir aðstæðum hverju sinni. 

Ráðgjöfin er í boði annan hvern miðvikudag og fer fram í húsakynnum Eflingar.