Margrét Jónsdóttir, mannauðsstjóri hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum, Sólveig Hildur Björnsdóttir, …
Margrét Jónsdóttir, mannauðsstjóri hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum, Sólveig Hildur Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Mímis og Sólveig Lilja Snæbjörnsdóttir hjá SVS undirrita samninginn

Í dag var undirritaður samningur um Fræðslustjóra að láni á milli Mímis, Íslenskra fjallaleiðsögumanna og Starfsmennastjóðs verslunar-og skrifstofufólks sem fjármagnar verkefnið ásamt Starfsafli.

Mímir mun vinna greiningarvinnu hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum og setja upp fræðsluáætlun í samstarfi við fyrirtækið.  

Í svona verkefnum er ráðgjafi lánaður til fyrirtækis sem fer yfir fræðslu- og þjálfunarmál þess. Hann dregur fram það sem vel er gert og dýpkar greiniingu á þörfum fyrirtækisins og samhæfir við önnur námskeið.

Fræðslustjóri að láni er árangursmiðað verkfæri sem miðar að því að samhæfa og nýta lausnir sem þegar eru til, ýmist innan fyrirtækja og/eða hjá símennntunarmiðstöðvum eða öðrum fræðsluaðilum.