Alberto Marcano er einn af fjölmörgum sem hefur stundað íslenskunám hjá Mími. Hann kemur frá Venesúela, starfar sem flugþjónn og notar hvert tækifæri sem gefst til að tala íslensku.
Alberto hefur nú fengið staðfestingu um íslenskukunnáttu til að sækja um ótímabundið dvalarleyfi hér á Íslandi. Útlendingastofnun gerir þá kröfu að þeir sem vilja sækja um ótímabundið dvalarleyfi sýni meðal annars fram á að hafa lært íslensku. Nægir að framvísa þremur skírteinum um þátttöku á íslenskunámskeiðum. Nemendur sem ekki hafa tök á að ljúka slíku námi geta þreytt stöðupróf í íslensku hjá Mími til að sýna fram á þekkingu sína í málinu, á stigi A1.2 - A2.1, samkvæmt Evrópska tungumálarammanum.
Alberto hefur svo sannarlega staðið sig vel og tók hann nýlega íslenskupróf hjá Mími og stóðst það með glans. Við hjá Mími óskum honum innilega til hamingju með árangurinn í íslensku og óskum honum bjartrar framtíðar hér á Íslandi.
Við hvetjum ykkur að kynna ykkur íslenskunám hjá Mími.