Mímir hlaut í vikunni vilyrði frá Erasmus+ fyrir ríflega 22 milljóna króna styrk eða 156.448 evrur til að þróa upplýsingatækni í kennslu í samstarfi við fimm evrópskra fræðsluaðila á sviði fullorðinsfræðslu. 

Markmið verkefnisins er fyrst og fremst að samstarfsaðilar, sem eru frá Króatíu, Ítalíu, Spáni, Þýskalandi og Litháen, deili reynslu og þekkingu sín á milli hvað varðar tækniþróun í kennslu. Verkefnið, sem ber nafnið „Interactive Use of Technology for Adult Education“ eða „INTERACTE“ eins og fræðsluaðilar kjósa að kalla það, er til þriggja ára og mun hefjast núna í haust 2019. 

Með þessum fjárstyrk frá Erasmus+ heldur Mímir ótrauður áfram að styrkja stöðu sína hvað varðar upplýsingatækni í kennslu og innleiðingu þess efnis hjá Mími.