Gestir frá AKOL, Aikuiisopettajien Liitto í Finnlandi sóttu Mími heim í sl. viku. AKOL er að vinna á sviði fullorðinsfræðslu, en stofnunin hafði áhuga á að kynna sér starfsemi Mímis. Það voru Sigríður D. Jónsdóttir, sviðsstjóri og Kristín Erla Þráinsdóttir, náms- og starfsráðgjafi sem tóku á móti hópnum. Aðallega höfðu gestirnir áhuga á að heyra hvernig Mímir heldur utan um raunfærnimat og ráðgjöf og svo þær fjölmörgu námsleiðir sem kenndar eru hjá Mími „Það er gaman að segja frá því sem okkur tekst vel upp með og að miðla þekkingu okkar á sviði framhaldsfræðslunnar, en að sama skapi þegar gestir koma þá lærum við einnig eitthvað nýtt til þess að nýta okkur áfram í að þróa og betrumbæta hjá okkur sjálfum.“