Raunfærnimat er mál málanna í dag. Mímir og Nova eru að taka höndum saman ásamt Fræðslumiðstöð atvinnulífsins í að vinna í að starfsmenn NOVA geti farið í raunfærnimat í fagnámi verslunar og þjónustu. Kristín Erla Þráinsdóttir náms- og starfsráðgjafi tekur þátt í verkefninu fyrir hönd Mímis. Í samtali við Kristínu kom fram að í raunfærnimatinu er kunnátta og hæfni hvers og eins er metin til eininga á móti kenndum áföngum. Þannig fá einstaklingar með starfsreynslu og hæfni slíkt metið til eininga og styttingar á námi sínu. Markmið raunfærnimatsins, er meðal annars að nemendur auki þekkingu sína og færni á vinnustað, þjálfist í að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu og geti stýrt verkefnum í verslun í samræmi við skipulag og áætlanir.