Nýtt nám fyrir starfsfólk í verslun hefur göngu sína í janúar 2020. Námið er 90 eininga nám á framhaldsskólastigi og er blanda af fjarnámi hjá Verzlunarskóla Íslands og vinnustaðanámi sem fer fram úti í fyrirtækjunum. Námið er styrkt er af Starfsmenntasjóði verslunar og þjónustu. 

Umsækjendum með viðeigandi starfsreynslu úr verslun og þjónustu stendur til boða að fara í raunfærnimat hjá Mími. Raunfærnimat er ferli þar sem ákveðin aðferðarfræði er notuð til þess að meta og staðfesta færni án tillits til þess hvar hennar hefur verið aflað. Þeir sem fara í  raunfærnimat og fá hæfni sína staðfesta á formlegan hátt, geta látið staðar numið þar og nýtt niðurstöðuna til starfsþróunar. Aðrir, sem það kjósa, geta nýtt raunfærnimatið til styttingar á Fagnámi verslunar og þjónustu. 

Raunfærnimatið fer þannig fram:

Áfangar og vörður í náminu.

Ef þú telur að þú eigir erindi í raunfærnimat í verslun má hafa samband við náms- og starfsráðgjafa hjá Mími og panta viðtal, radgjof@mimir.is

Upplýsingar um fjarnám hjá Verslunarskóla Íslands má finna á vefsíðu Verslunarskólans