Alþýðusamband Íslands og Mímir-símenntun standa fyrir ráðstefnu með yfirskriftinni Við vinnum með íslensku.
Ráðstefnan fer fram fimmtudaginn, 29. febrúar 2024, kl. 09:00-15:00, á Hótel Hilton Nordica.
Eftir því sem þátttaka innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði eykst verður þörfin á markvissri íslenskukennslu sífellt meiri. Á ráðstefnunni verður einblínt á helstu áskoranir samfélagsins þegar kemur að inngildingu innflytjenda og því að kenna/læra nýtt tungumál í nýju landi. Horft verður til samstarfs hins opinbera, aðila vinnumarkaðar, fræðsluaðila, innflytjenda og fleiri þátta sem geta haft áhrif á árangur. Þá verður horft til reynslu annarra landa sem staðið hafa frammi fyrir svipuðum áskorunum.
Sérfræðingar frá OECD segja frá áskorunum og fyrirmyndarlausnum í inngildingu og tungumálaþjálfun fullorðinna innflytjenda, Matilde Grünhage-Monetti, sérfræðingur Language for Work netsins hjá Miðstöð evrópskra tungumála í Graz, segir frá reynslu Þýskalands af starfstengdu tungumálanámi fullorðinna innflytjenda.
Sérfræðingur frá Háskóla Íslands rýnir í tilgang þess fyrir samfélagið að læra og kenna íslensku sem annað mál. Þá mun sérfræðingur frá Mími-símenntun segja frá reynslu Mímis hvað varðar nýjungar og hindranir í íslenskukennslu og fyrrum nemandi segja frá sinni reynslu af íslenskunámi. Einnig mun sérfræðingur frá Vörðu segja frá niðurstöðum könnunar hvað varðar stöðu innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði.
Að auki verða þematengdar vinnustofur sem Háskóli Íslands, Matilde Grünhage -Monetti og Ísbrú - félag kennara sem kenna íslensku sem annað mál, munu stýra.
Ráðstefnustjóri er Paola Cardenas, formaður innflytjendaráðs.
Nauðsynlegt er að skrá sig til leiks fyrir 27. febrúar.
Ráðstefnugjald: kr. 12.900. Innifalið í ráðstefnugjaldi: kaffiveitingar og hádegisverður.
Skráning hér
DAGSKRÁ
9:00 Skráning og spjall.
9:15 Setning - Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
9:25 Við vinnum með íslensku - opnunarorð - Finnbjörn A. Hermannsson, forseti Alþýðusambands Íslands. - Sólveig Hildur Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Mímis-símenntunar.
9:35 Þróunarverkefni í íslensku sem öðru máli - Gísli Hvanndal Ólafsson, verkefnastjóri í íslensku sem öðru máli hjá Háskóla Íslands. - Mirko Garofalo, aðjunkt í íslensku sem öðru máli hjá Háskóla Íslands.
10:00 Staða innflytjenda á vinnumarkaði - Kristín Heba Gísladóttir, framkvæmdastjóri Vörðu - rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins.
10:15 Morgunhressing
10:45 Íslenskukennsla - Nýjungar og áskoranir - Joanna Dominiczak, fagstjóri íslenskunáms hjá Mími-símenntun.
11:00 Language Training for Adult Migrants - Thomas Liebig, sérfræðingur hjá OECD.
11:15 Reflecting Theory and Practice, Half a Century of Second Language Development (L2) - Matilde Grünhage-Monetti, sérfræðingur Language for Work- European Center for Modern Languages.
11:45 Umræður og spurningar úr sal
12:00 Hádegisverður
13:00 Vinnustofur
1) Þróun íslenskukennslu - Verkfæri og aðföng - Gísli Hvanndal Ólafsson og Mirko Garofalo, Háskóli Íslands.
2) Íslenska á vinnumarkaði (Vinnustofa á ensku) - Matilde Grünhage-Monetti,Language for Work- European Center for Modern Languages.
3) Hver á að kenna? Fagmennska, færni og fjör - Þorbjörg Halldórsdóttir og Sveindís Valdimarsdóttir, Ísbrú – félag kennara sem kenna íslensku sem annað mál.
14:30 Síðdegishressing
14:45 Samantekt og ráðstefnuslit - Paola Cardenas, formaður innflytjendaráðs.
Ef óskað er eftir túlkun á/úr ensku vinsamlegast hafið samband við vanessa@mimir.is og við reynum að koma til móts við það.